Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 16. apríl 2024 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Luis Enrique gerir þrjár breytingar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér farmiða í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og eru tveir gríðarlega spennandi stórleikir framundan.

Tvö spænsk stórlið eru í eldlínunni, þar sem Barcelona á heimaleik gegn Paris Saint-Germain á meðan Atlético Madrid heimsækir Borussia Dortmund.

Spænsku liðin eru með forystu fyrir leiki kvöldsins en hún er naum og því eru viðureignirnar enn galopnar. Barca vann 2-3 í París á meðan Atlético vann 2-1 í Madríd.

Xavi gerir eina breytingu á liði Barcelona frá sigrinum frækna í París, þar sem Pedri er kominn úr meiðslum og klár í slaginn í byrjunarliðinu. Hann kemur inn fyrir Sergi Roberto sem er í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda.

Luis Enrique gerir þrjár breytingar á liði PSG, þar sem Achraf Hakimi, Warren Zaire-Emery og Bradley Barcola koma inn í byrjunarliðið fyrir Lucas Beraldo, Lee Kang-in og Marco Asensio sem setjast allir á bekkinn.

Í Dortmund gerir Edin Terzic, þjálfari heimamanna, eina breytingu á sínu byrjunarliði þar sem Julian Brandt byrjar í holunni fyrir aftan fremsta mann í stað Felix Nmecha. Brandt kom inn af bekknum í fyrri leiknum í Madríd og var óheppinn að gera ekki jöfnunarmark seint í uppbótartíma.

Diego Simeone gerir einnig eina breytingu á sínu liði, þar sem vængbakvörðurinn Samuel Lino dettur út vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Mario Hermoso kemur inn í liðið í hans stað og færir Cesar Azpilicueta sig í vængbakvarðarstöðuna á útivelli.

Barcelona: Ter Stegen, Cancelo, Araujo, Kounde, Cubarsi, Pedri, De Jong, Gundogan, Yamal, Raphinha, Lewandowski.
Varamenn: Pena, Astralaga, Ferran Torres, Felix, Alonso, Romeu, Casado, Fermin, Guiu, Fort.

PSG: Donnarumma, Mendes, Hernandez, Marquinhos, Hakimi, Ruiz, Vitinha, Zaire-Emery, Barcola, Mbappe, Dembele.
Varamenn: Navas, Tenas, Ugarte, Goncalo Ramos, Asensio, Danilo, Lee Kang-in, Kolo Muani, Mukiele, Soler, Beraldo, Skriniar.Borussia Dortmund: Kobel, Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen, Sabitzer, Can, Sancho, Brandt, Adeyemi, Fullkrug
Varamenn: Ozcan, Nmecha, Reus, Duranville, Wolf, Moukoko, Sule, Meyer, Laurenz Lotka, Watjen, Bynoe-Gittens

Atletico Madrid: Oblak, Witsel, Gimenez, Hermoso, Molina, Llorente, Koke, De Paul, Azpilicueta, Morata, Griezmann
Varamenn: Moldovan, Gabriel, Saul, Correa, Savic, Riquelme, Vermeeren, Mandava, Barrios, Gomis, Nino
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner