Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. apríl 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique hefur fulla trú á sigri - Barca mun sækja
Mynd: EPA
Robert Lewandowski gæti gert gæfumuninn í kvöld.
Robert Lewandowski gæti gert gæfumuninn í kvöld.
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, hefur fulla trú á að sínir menn geti komið til baka gegn Barcelona eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

PSG tapaði óvænt 2-3 á Parc des Princes og neyðist núna til að sigra seinni leikinn á Nývangi. Það mun reynast þung þraut, en ekki vonlaus. Það var Luis Enrique sem stýrði Barca til ótrúlegs endurkomusigurs gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildinnar í mars 2017, þar sem Barca vann 6-1 á Nývangi eftir 4-0 tap í fyrri leiknum í París.

Leikurinn hefst eftir klukkustund, klukkan 19:00, og kemst sigurvegarinn áfram í undanúrslit.

„PSG hefur aldrei komist áfram í útsláttarkeppni eftir tap í fyrri leiknum, en á morgun er dagurinn," sagði Luis Enrique í gær.

„Við erum með mjög samheldinn hóp, það eru engin egó hér. Ég hef fulla trú á strákunum, auðvitað getum við komist áfram í næstu umferð."

Það eru þrjú ár síðan PSG var síðast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en Enrique hefur einu sinni unnið keppnina á sínum þjálfaraferli - með Barcelona árið 2015.

Það eru fimm ár síðan Barca komst síðast í undanúrslit Meistaradeildarinnar og segir Xavi að sínir menn ætli ekki að liggja til baka og reyna að halda í forystuna.

„Við viljum taka boltann af PSG og vinna þennan leik á heimavelli. Þetta er Meistaradeildin og við munum ekki halda aftur af okkur, við erum ekki að koma í þennan leik til að verjast og halda í einhverja forystu," sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner