„Mér fannst þetta bara góður leikur. Víkingar voru með yfirburði í fyrri hálfleik og við vorum með yfirburði í seinni hálfleik, og það er það sem ég var ánægður með,'' sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi á Hlíðarenda í Meistarakeppni KSÍ.
Lestu um leikinn: Valur 5 - 6 Víkingur R.
Valur átti alls ekki frábæran fyrri hálfleik, en það gekk betur í þeim seinni.
„Við vorum bara ekki að gera neitt í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og það var ekkert lið inn á vellinum, heldur bara einstaklingar. Í seinni hálfleik mætti Vals liðið inn á völl, eins og við vildum hafa það.''
Pétur var spurður að því hvort Valur ætlaði að styrkja sig eitthvað áður en gluggin lokar.
„Þú veist aldrei hvað ég geri maður, ég veit það ekki einu sinni sjálfur," sagði Pétur léttur.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir