Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 16. apríl 2025 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og alla í Þór/KA í dag. Þetta var glæsilegur sigur," Segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Sigurinn var öruggur, frammistaða Þórs/KA var frábær og yfirburðirnir miklir.

„Mér leið ekkert alltaf eins og þetta væri öruggt. Þetta er bara þannig lið sem við erum að mæta en sem betur fer náði okkar lið að klára þetta.

Eva Rut Ásþórsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Meiðslin litu ekki vel út og hugsanlega er hún frá í einhvern tíma. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir liðið en hún kom frá Fylki í vetur.

„Ég veit ekkert um ástandið á henni enn sem komið er. Hún á góða að sem munu hjálpa henni í gegnum þetta. Hún er grjóthörð og öllu vön þrátt fyrir ungan aldur. Hún verður mætt að klína honum í samskeytin áður en við vitum af."

Bríet Fjóla Bjarnadóttir, nýorðin 15 ára, skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hún er mikið efni og á framtíðina fyrir sér.

„Hún er einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir að hún sé með sérkennilega kennitölu. Aldrei spurning að þegar hún tæki mikin þátt í leikjunum myndi hún skora, við erum ekkert gapandi hissa en þetta er auðvitað gaman.

Viðtalið er í heild hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner