Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 16. apríl 2025 21:22
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Jóhann Kristinn í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með liðið og alla í Þór/KA í dag. Þetta var glæsilegur sigur," Segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 4-1 sigur á Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Sigurinn var öruggur, frammistaða Þórs/KA var frábær og yfirburðirnir miklir.

„Mér leið ekkert alltaf eins og þetta væri öruggt. Þetta er bara þannig lið sem við erum að mæta en sem betur fer náði okkar lið að klára þetta.

Eva Rut Ásþórsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Meiðslin litu ekki vel út og hugsanlega er hún frá í einhvern tíma. Þetta var fyrsti leikur hennar fyrir liðið en hún kom frá Fylki í vetur.

„Ég veit ekkert um ástandið á henni enn sem komið er. Hún á góða að sem munu hjálpa henni í gegnum þetta. Hún er grjóthörð og öllu vön þrátt fyrir ungan aldur. Hún verður mætt að klína honum í samskeytin áður en við vitum af."

Bríet Fjóla Bjarnadóttir, nýorðin 15 ára, skoraði sitt fyrsta mark í dag. Hún er mikið efni og á framtíðina fyrir sér.

„Hún er einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir að hún sé með sérkennilega kennitölu. Aldrei spurning að þegar hún tæki mikin þátt í leikjunum myndi hún skora, við erum ekkert gapandi hissa en þetta er auðvitað gaman.

Viðtalið er í heild hér að ofan.
Athugasemdir