Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík býðst til að hýsa Liverpool í nokkrar vikur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mikið hefur verið rætt um framhald enska úrvalsdeildartímabilsins og þeirri hugmynd skotið upp að klára tímabilið í öðru landi, fjarri kórónuveirunni.

Ástralska stórborgin Perth hefur boðist til að hýsa úrvalsdeildina en allt virðist benda til þess að deildin verði kláruð á Englandi.

Nú er enska undirbúningstímabilið komið í gang, þar sem leikmenn gera sig klára fyrir lokahnykk úrvalsdeildarinnar. Framundan eru því framundan fjórar vikur af æfingum áður en deildin fer af stað um miðjan júní.

Grindavík er tilbúið til að hýsa Liverpool ef liðið skildi kjósa að bregða sér frá Englandi til að æfa á meðan kórónuveiran herjar á landið. Þar gætu leikmenn dundað sér í bláa lóninu og notið Reykjanesskagans.

„Ef ykkur vantar æfingasvæði fyrir næstu vikur þá erum við tilbúin til að hýsa ykkur @LFC," segir í tísti frá UMFG.

„Hér í Grindavík, Íslandi, erum við með þrjá velli og fimm stjörnu Bláa lóns hótel við hliðina. Topp aðstæður.

„Þið gætuð ekki endurræst tímabilið á betri hátt!"



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner