Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. júní 2019 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen borgar metfé fyrir Demirbay (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er búið að krækja í miðjumanninn öfluga Kerem Demirbay. Þýska félagið greiðir metfé fyrir leikmanninn.

Leverkusen borgar 32 milljónir evra fyrir Demirbay sem verður 26 ára í sumar og á tvo A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland. Demirbay er af tyrkneskum ættum og á tólf leiki að baki fyrir yngri landslið Tyrklands.

Demirbay hefur verið hjá Hoffenheim síðan 2016 en áður var hann leikmaður Hamburger. Þar vann hann sér það til frægðar að tala niður til kvenkyns dómara í þýsku B-deildinni.

Hann sagði dómaranum að fara aftur í eldhúsið þar sem hún ætti heima. Dómarinn stöðvaði leikinn og rak Demirbay útaf. Hann fékk fimm leikja bann og þurfti að dæma unglingaleik hjá stelpum í refsingarskyni.

Demirbay afsakaði sig á samfélagsmiðlum en vakti ekki mikla hrifningu þegar hann mætti á unglingaleikinn. Í stað þess að mæta í íþróttagalla var hann klæddur upp í merkjavörum, þröngum gallabuxum, háum skóm, frakka og með trefil.

Hann dæmdi þó leikinn og samdi vel við stúlkurnar.
Athugasemdir
banner