Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Alfons lagði upp eitt af sjö mörkum Bodö/Glimt
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted lagði upp eitt af sjö mörkum Bodö/Glimt í sannkölluðum stórsigri í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Meistararnir í Bodö/Glimt mættu Stromsgödset á heimavelli sínum og var staðan fljótt orðin ómöguleg fyrir gestina.

Bodö/Glimt var komið í 3-0 eftir tæpan hálftíma, en Alfons lagði upp þriðja markið fyrir sína menn. Staðan var 4-0 í hálfleik, en meistararnir bættu við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleiknum.

Stromsgödset náði líka að skora, en lokatölur voru 7-2 í þessum skemmtilega leik. Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson komu báðir inn af bekknum í seinni hálfleik; Valdimar á 68. mínútu og Ari tíu mínútum eftir það.

Bodö/Glimt er á toppnum, tveimur stigum á undan Molde sem lagði Sarpsborg að velli í dag. Emil Pálsson lék rúman klukkutíma í 4-1 tapi Sarpsborg.

Stromsgödset er í áttunda sæti og Sarpsborg í níunda sætinu.

Núna var að hefjast leikur Vålerenga og Odd. Þar er Viðar Örn Kjartansson ekki með, hann er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner