Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 16. ágúst 2024 23:30
Sverrir Örn Einarsson
Berglind Björg: Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er ótrúlega gaman að vinna þennan bikar og leikurinn var bara geggjaður.“ Sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Vals sem fagnaði bikarmeistaratitli með liði sínu í kvöld eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Breiðablik í úrslita leik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Berglind sem fyrr á ferlinum lék fjölda leikja með Breiðablik var að mæta sínu fyrrum félagi í úrslitaleik. Voru tilfinningarnar ekki á einhvern hátt skrýtnar þegar hún kom inn á í leiknum?

„Já það er náttúrulega alltaf skrýtið að spila á móti Breiðablik. En ég hef sagt það áður, ég er Valsari í dag og það er bara gaman.“

Berglind sem sneri aftur á völlinn í sumar eftir barnsburð hefur óðum verið að komast í form eftir því sem liðið hefur á sumarið. Hvernig er standið í dag?

„Það gengur bara fínt, það er upp og niður og allt þannig en þetta er betra með hverjum leiknum. Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag í hátt tempó og allt í gangi en bara frábært að hafa fengið að taka þátt í þessum leik.“

Sagði Berglind en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner