
„Tilfinningin er bara frábær. Það er ótrúlega gaman að vinna þennan bikar og leikurinn var bara geggjaður.“ Sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Vals sem fagnaði bikarmeistaratitli með liði sínu í kvöld eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Breiðablik í úrslita leik Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Breiðablik
Berglind sem fyrr á ferlinum lék fjölda leikja með Breiðablik var að mæta sínu fyrrum félagi í úrslitaleik. Voru tilfinningarnar ekki á einhvern hátt skrýtnar þegar hún kom inn á í leiknum?
„Já það er náttúrulega alltaf skrýtið að spila á móti Breiðablik. En ég hef sagt það áður, ég er Valsari í dag og það er bara gaman.“
Berglind sem sneri aftur á völlinn í sumar eftir barnsburð hefur óðum verið að komast í form eftir því sem liðið hefur á sumarið. Hvernig er standið í dag?
„Það gengur bara fínt, það er upp og niður og allt þannig en þetta er betra með hverjum leiknum. Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag í hátt tempó og allt í gangi en bara frábært að hafa fengið að taka þátt í þessum leik.“
Sagði Berglind en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir