Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 16. ágúst 2024 23:30
Sverrir Örn Einarsson
Berglind Björg: Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er ótrúlega gaman að vinna þennan bikar og leikurinn var bara geggjaður.“ Sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Vals sem fagnaði bikarmeistaratitli með liði sínu í kvöld eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Breiðablik í úrslita leik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Berglind sem fyrr á ferlinum lék fjölda leikja með Breiðablik var að mæta sínu fyrrum félagi í úrslitaleik. Voru tilfinningarnar ekki á einhvern hátt skrýtnar þegar hún kom inn á í leiknum?

„Já það er náttúrulega alltaf skrýtið að spila á móti Breiðablik. En ég hef sagt það áður, ég er Valsari í dag og það er bara gaman.“

Berglind sem sneri aftur á völlinn í sumar eftir barnsburð hefur óðum verið að komast í form eftir því sem liðið hefur á sumarið. Hvernig er standið í dag?

„Það gengur bara fínt, það er upp og niður og allt þannig en þetta er betra með hverjum leiknum. Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag í hátt tempó og allt í gangi en bara frábært að hafa fengið að taka þátt í þessum leik.“

Sagði Berglind en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner