Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 16. ágúst 2024 23:30
Sverrir Örn Einarsson
Berglind Björg: Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttu með mjólkina eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær. Það er ótrúlega gaman að vinna þennan bikar og leikurinn var bara geggjaður.“ Sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Vals sem fagnaði bikarmeistaratitli með liði sínu í kvöld eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Breiðablik í úrslita leik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Berglind sem fyrr á ferlinum lék fjölda leikja með Breiðablik var að mæta sínu fyrrum félagi í úrslitaleik. Voru tilfinningarnar ekki á einhvern hátt skrýtnar þegar hún kom inn á í leiknum?

„Já það er náttúrulega alltaf skrýtið að spila á móti Breiðablik. En ég hef sagt það áður, ég er Valsari í dag og það er bara gaman.“

Berglind sem sneri aftur á völlinn í sumar eftir barnsburð hefur óðum verið að komast í form eftir því sem liðið hefur á sumarið. Hvernig er standið í dag?

„Það gengur bara fínt, það er upp og niður og allt þannig en þetta er betra með hverjum leiknum. Gríðarlega erfitt að koma inn á í dag í hátt tempó og allt í gangi en bara frábært að hafa fengið að taka þátt í þessum leik.“

Sagði Berglind en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner