Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 16. ágúst 2024 22:32
Sölvi Haraldsson
„Ekki hægt að lýsa tilfinningunni, nema þú hafir upplifað hana“
Ólýsanleg tilfinning.
Ólýsanleg tilfinning.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara geggjað. Ég held að það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni nema þú hafir upplifað hana. Þetta er bara geggjað. Að lyfta bikarnum og með þetta lið og allt saman þetta er bara geggjað.“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Vals, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Er eitthvað sætara að vinna Breiðablik þar sem þetta eru bestu tvö lið landsins í dag?

„Þetta eru auðvitað tvö bestu liðin eins og staðan er núna. Að vinna Breiðablik er bara geggjað og að spila móti þeim, gefa áhorfendum góðan leik, er bara geggjað. En það er mjög sætt að vinna Breiðablik því þær vildu þetta jafn mikið og við. Við vildum þetta kannski aðeins meira því við unnum.“

Það var aldrei neitt stress í Berglindi í leiknum. Eina stressið var hvenær markið myndi koma.

Mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik en þetta var kaflaskipt í fyrri hálfleik. Tilfinningin mín var aldrei stress að við myndum tapa heldur bara hvenær markið myndi koma. Það var smá stressandi þarna í lokin þegar þær skoruðu á okkur, bara geggjað.

Berglind vill meina að liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur.

Það var liðsheildin og baráttan. Við vörðumst mjög vel fannst mér og gáfumst aldrei upp. Spilamennskan og allt, liðið var geggjað í dag.

Hvað getur þessi sigur gefið Valsliðinu?

Sigurinn gefur okkur aukna orku ef eitthvað. Þetta er bara bikarinn og svo er deildin annað. Við þurfum að halda okkar, það er strax leikur á þriðjudaginn þannig við þurfum að gíra okkur upp. Ef við gerum það áfram verðum við íslandsmeistarar.

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner