Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 16. ágúst 2024 22:32
Sölvi Haraldsson
„Ekki hægt að lýsa tilfinningunni, nema þú hafir upplifað hana“
Ólýsanleg tilfinning.
Ólýsanleg tilfinning.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara geggjað. Ég held að það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni nema þú hafir upplifað hana. Þetta er bara geggjað. Að lyfta bikarnum og með þetta lið og allt saman þetta er bara geggjað.“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Vals, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Er eitthvað sætara að vinna Breiðablik þar sem þetta eru bestu tvö lið landsins í dag?

„Þetta eru auðvitað tvö bestu liðin eins og staðan er núna. Að vinna Breiðablik er bara geggjað og að spila móti þeim, gefa áhorfendum góðan leik, er bara geggjað. En það er mjög sætt að vinna Breiðablik því þær vildu þetta jafn mikið og við. Við vildum þetta kannski aðeins meira því við unnum.“

Það var aldrei neitt stress í Berglindi í leiknum. Eina stressið var hvenær markið myndi koma.

Mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik en þetta var kaflaskipt í fyrri hálfleik. Tilfinningin mín var aldrei stress að við myndum tapa heldur bara hvenær markið myndi koma. Það var smá stressandi þarna í lokin þegar þær skoruðu á okkur, bara geggjað.

Berglind vill meina að liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur.

Það var liðsheildin og baráttan. Við vörðumst mjög vel fannst mér og gáfumst aldrei upp. Spilamennskan og allt, liðið var geggjað í dag.

Hvað getur þessi sigur gefið Valsliðinu?

Sigurinn gefur okkur aukna orku ef eitthvað. Þetta er bara bikarinn og svo er deildin annað. Við þurfum að halda okkar, það er strax leikur á þriðjudaginn þannig við þurfum að gíra okkur upp. Ef við gerum það áfram verðum við íslandsmeistarar.

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner