Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fös 16. ágúst 2024 23:11
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís vissi ekkert hvernig fagnað yrði í kvöld
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir var að sjálfsögðu í sigurvímu að loknum 2-1 sigri Vals á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var til viðtals við Fótbolta.net á grasinu á Laugardalsvelli að leik loknum og sagði um leikinn og tilfinninguna.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Já bara geggjuð. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og var bara skemmtilegt.“

Leikurinn sem slíkur var jafn og spennandi og bæði lið fengu sína sóknarsénsa. Litlu atriðin sem oft ráða miklu réðu eflaust úrslitum.

„Þessir leikir á milli þessara liða undanfarin ár hafa verið mjög jafnir og unnist á einu marki þannig að þetta var frábær sigur. Mér fannst við samt heilt yfir betri og leikurinn ekki í hættu, Við vorum komnar í 2-0 og svo skora þær þetta mark sem var bara skemmtilegt fyrir leikinn.“

Hvað var það sem lið Vals var að gera vel til þess að stýra leiknum?

„Mér fannst við halda vel í boltann. Við sköpuðum ekkert brjálað mikið af dauðafærum en við héldum þeim frá markinu okkar að mestu leyti og héldum vel í boltann.“

Hvernig á að fagna í kvöld?

„Ég veit það ekki alveg, það er ekkert búið að ákveða það.“

Sagði skælbrosandi Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir