Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 16. ágúst 2024 23:11
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís vissi ekkert hvernig fagnað yrði í kvöld
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir var að sjálfsögðu í sigurvímu að loknum 2-1 sigri Vals á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var til viðtals við Fótbolta.net á grasinu á Laugardalsvelli að leik loknum og sagði um leikinn og tilfinninguna.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Já bara geggjuð. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og var bara skemmtilegt.“

Leikurinn sem slíkur var jafn og spennandi og bæði lið fengu sína sóknarsénsa. Litlu atriðin sem oft ráða miklu réðu eflaust úrslitum.

„Þessir leikir á milli þessara liða undanfarin ár hafa verið mjög jafnir og unnist á einu marki þannig að þetta var frábær sigur. Mér fannst við samt heilt yfir betri og leikurinn ekki í hættu, Við vorum komnar í 2-0 og svo skora þær þetta mark sem var bara skemmtilegt fyrir leikinn.“

Hvað var það sem lið Vals var að gera vel til þess að stýra leiknum?

„Mér fannst við halda vel í boltann. Við sköpuðum ekkert brjálað mikið af dauðafærum en við héldum þeim frá markinu okkar að mestu leyti og héldum vel í boltann.“

Hvernig á að fagna í kvöld?

„Ég veit það ekki alveg, það er ekkert búið að ákveða það.“

Sagði skælbrosandi Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner