Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 16. ágúst 2024 23:11
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís vissi ekkert hvernig fagnað yrði í kvöld
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir var að sjálfsögðu í sigurvímu að loknum 2-1 sigri Vals á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var til viðtals við Fótbolta.net á grasinu á Laugardalsvelli að leik loknum og sagði um leikinn og tilfinninguna.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Já bara geggjuð. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og var bara skemmtilegt.“

Leikurinn sem slíkur var jafn og spennandi og bæði lið fengu sína sóknarsénsa. Litlu atriðin sem oft ráða miklu réðu eflaust úrslitum.

„Þessir leikir á milli þessara liða undanfarin ár hafa verið mjög jafnir og unnist á einu marki þannig að þetta var frábær sigur. Mér fannst við samt heilt yfir betri og leikurinn ekki í hættu, Við vorum komnar í 2-0 og svo skora þær þetta mark sem var bara skemmtilegt fyrir leikinn.“

Hvað var það sem lið Vals var að gera vel til þess að stýra leiknum?

„Mér fannst við halda vel í boltann. Við sköpuðum ekkert brjálað mikið af dauðafærum en við héldum þeim frá markinu okkar að mestu leyti og héldum vel í boltann.“

Hvernig á að fagna í kvöld?

„Ég veit það ekki alveg, það er ekkert búið að ákveða það.“

Sagði skælbrosandi Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner