Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 16. ágúst 2024 23:11
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís vissi ekkert hvernig fagnað yrði í kvöld
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Fanndís og Adda María þjálfari skiljanlega glaðar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir var að sjálfsögðu í sigurvímu að loknum 2-1 sigri Vals á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fram fór á Laugardalsvelli í kvöld. Hún var til viðtals við Fótbolta.net á grasinu á Laugardalsvelli að leik loknum og sagði um leikinn og tilfinninguna.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

„Já bara geggjuð. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu og var bara skemmtilegt.“

Leikurinn sem slíkur var jafn og spennandi og bæði lið fengu sína sóknarsénsa. Litlu atriðin sem oft ráða miklu réðu eflaust úrslitum.

„Þessir leikir á milli þessara liða undanfarin ár hafa verið mjög jafnir og unnist á einu marki þannig að þetta var frábær sigur. Mér fannst við samt heilt yfir betri og leikurinn ekki í hættu, Við vorum komnar í 2-0 og svo skora þær þetta mark sem var bara skemmtilegt fyrir leikinn.“

Hvað var það sem lið Vals var að gera vel til þess að stýra leiknum?

„Mér fannst við halda vel í boltann. Við sköpuðum ekkert brjálað mikið af dauðafærum en við héldum þeim frá markinu okkar að mestu leyti og héldum vel í boltann.“

Hvernig á að fagna í kvöld?

„Ég veit það ekki alveg, það er ekkert búið að ákveða það.“

Sagði skælbrosandi Fanndís en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir