Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 16. ágúst 2024 23:02
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Munurinn á liðunum var í raun lítill og bara smáatriði. Eins og ég hef sagt við alla. Þetta var jafn leikur og bæði lið áttu sín augnablik. Þær byrjuðu vel án þess að skapa sér nokkuð en svo uxum við inn í leikinn. Það er í raun ekkert á milli liðanna og á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði.“ Sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld en lokatölur urðu 2-1 fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir var í búning og á bekknum í kvöld en tók ekki þátt í leiknum. Það gerði hinsvegar Samantha Rose Smith sem gekk til liðs við Breiðablik á dögunum frá FHL.

„Samantha kom á inn á og sýndi okkur brot af þeim gæðum sem hún býr yfir. Hún æfði einu sinni með okkur fyrir leik og því erfitt fyrir hana að skína en hún sýndi þó smá. Við erum svo að fá Öglu Maríu til baka sem er stórt fyrir okkur í framhaldinu.“

Nik er að fara í annað sinn í bikarúrslit í annað sinn sem þjálfari en hann fór með lið Þróttar í úrslit 2021 og beið þar lægri hlut fyrir Breiðablik. Lið Breiðabliks er hinvegar að tapa sínum þriðja úrslitaleik á jafnmörgum árum. Hvernig verður fyrir NIk að rífa þær upp eftir tapið?

„Við erum bara stigi á eftir Val. Við erum því ekkert að fara að hengja haus eða neitt slíkt. Leikurinn í fyrra var annar og hefur ekkert að gera með teymið eða leikmannahópinn sem við erum með í dag. VIð þurfum bara að halda áfram.“

Sagði Nik en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner