Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   fös 16. ágúst 2024 23:02
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Munurinn á liðunum var í raun lítill og bara smáatriði. Eins og ég hef sagt við alla. Þetta var jafn leikur og bæði lið áttu sín augnablik. Þær byrjuðu vel án þess að skapa sér nokkuð en svo uxum við inn í leikinn. Það er í raun ekkert á milli liðanna og á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði.“ Sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld en lokatölur urðu 2-1 fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir var í búning og á bekknum í kvöld en tók ekki þátt í leiknum. Það gerði hinsvegar Samantha Rose Smith sem gekk til liðs við Breiðablik á dögunum frá FHL.

„Samantha kom á inn á og sýndi okkur brot af þeim gæðum sem hún býr yfir. Hún æfði einu sinni með okkur fyrir leik og því erfitt fyrir hana að skína en hún sýndi þó smá. Við erum svo að fá Öglu Maríu til baka sem er stórt fyrir okkur í framhaldinu.“

Nik er að fara í annað sinn í bikarúrslit í annað sinn sem þjálfari en hann fór með lið Þróttar í úrslit 2021 og beið þar lægri hlut fyrir Breiðablik. Lið Breiðabliks er hinvegar að tapa sínum þriðja úrslitaleik á jafnmörgum árum. Hvernig verður fyrir NIk að rífa þær upp eftir tapið?

„Við erum bara stigi á eftir Val. Við erum því ekkert að fara að hengja haus eða neitt slíkt. Leikurinn í fyrra var annar og hefur ekkert að gera með teymið eða leikmannahópinn sem við erum með í dag. VIð þurfum bara að halda áfram.“

Sagði Nik en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner