Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 16. ágúst 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Pétur: Þetta er besti titilinn
Pétur með bikarinn góða
Pétur með bikarinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var að vonum ánægður þjálfari Vals Pétur Pétursson sem mætti til viðtals við Fótbolta.net sem Mjólkurbikarmeistari eftir 2-1 sigur Vals á Breiðablik í úrslitaleik á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Um leikinn sagði Pétur.

„Mér fannst þetta góður leikur tveggja góðra liða sem vildu vinna leikinn. Mér fannst við aðeins ofaná og aðeins betri. En bikarleikir geta snúist fram og til baka og sem betur fer skoruðum við tvö en þegar við fengum mark á okkur í lokin þá veit maður aldrei.“

Um það hvað réði í raun úrslitum að Valur stóð uppi sem sigurvegari í leiknum sagði Pétur.'

„Mér fannst við ná einhverjum tökum, bæði eftir einhverjar tuttugu mínútur í fyrri hálfleik sem og í hluta seinni hálfleiks þar sem við náum góðum sóknum og erum hættulegar. Við nýttum þessi færi sem við fengum þá.“

Bikarmeistaratitilinn er kærkominn fyrir Val en liðið hefur aðeins einu sinni á síðustu 10 árum farið í úrslit. Það var árið 2022 þar sem liðið varð einnig bikarmeistari eftir sigur á Breiðablik 2-1.

„Þetta er besti titilinn. Þetta er í annað sinn sem við komum hingað síðan að ég tók við og sem betur fer unnið í bæði skiptin og það er bara frábært.“

Sagði Pétur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner