Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   fös 16. ágúst 2024 21:56
Sölvi Haraldsson
Skoraði í úrslitaleiknum: Síðan var ég ekkert eðlilega rugluð
Guðrún fagnar marki sínu í dag.
Guðrún fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að hafa klárað þetta og þetta er bara geggjaður dagur.“ sagði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, leikmaður Vals, eftir 2-1 sigur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðablik í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Guðrún fannst Valur vera með yfirburði á vellinum í dag og eiga sigurinn skilið.

Mér fannst við með þetta í byrjun seinni hálfleiks og í fyrri. Leikurinn var aldrei í hættu en við stýrðum honum í byrjun seinni hálfleiks.

Hvað var það sem skilaði þessu í dag og afhverju var Valur mikið betri í seinni hálfleiknum?

Við ætluðum allar að vinna þennan titil. Við tókum ræðuna inni í klefa að við værum að fara að skilja allt eftir á vellinum og við gerðum það. Það skilaði okkur titlinum.

Guðrún braut ísinn í dag og kom Valskonum yfir í seinni hálfleiknum.

Ég sá bara boltann og potaði honum inn. Síðan var ég ekkert eðlilega rugluð og hljóp bara og fagnaði. Ég var smá lengi að fatta að ég hafi skorað en svo fattaði ég það.“

Var sigurinn ennþá sætari þar sem þær unnu Breiðablik en ekki bara eitthvað lið?

Það er alltaf geggjað að vinna titil. Þetta eru bara tvö lið sem eiga skilið að vera í úrslitum og bara geggjaður slagur.

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir