Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 16. ágúst 2024 21:56
Sölvi Haraldsson
Skoraði í úrslitaleiknum: Síðan var ég ekkert eðlilega rugluð
Guðrún fagnar marki sínu í dag.
Guðrún fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er bara geggjað. Það er geggjað að hafa klárað þetta og þetta er bara geggjaður dagur.“ sagði Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, leikmaður Vals, eftir 2-1 sigur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Breiðablik í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Guðrún fannst Valur vera með yfirburði á vellinum í dag og eiga sigurinn skilið.

Mér fannst við með þetta í byrjun seinni hálfleiks og í fyrri. Leikurinn var aldrei í hættu en við stýrðum honum í byrjun seinni hálfleiks.

Hvað var það sem skilaði þessu í dag og afhverju var Valur mikið betri í seinni hálfleiknum?

Við ætluðum allar að vinna þennan titil. Við tókum ræðuna inni í klefa að við værum að fara að skilja allt eftir á vellinum og við gerðum það. Það skilaði okkur titlinum.

Guðrún braut ísinn í dag og kom Valskonum yfir í seinni hálfleiknum.

Ég sá bara boltann og potaði honum inn. Síðan var ég ekkert eðlilega rugluð og hljóp bara og fagnaði. Ég var smá lengi að fatta að ég hafi skorað en svo fattaði ég það.“

Var sigurinn ennþá sætari þar sem þær unnu Breiðablik en ekki bara eitthvað lið?

Það er alltaf geggjað að vinna titil. Þetta eru bara tvö lið sem eiga skilið að vera í úrslitum og bara geggjaður slagur.

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner