Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 14:08
Magnús Már Einarsson
David De Gea framlengir við Man Utd (Staðfest)
Allt klárt!
Allt klárt!
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Manchester United, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023.

Vangaveltur hafa verið varðandi framtíð De Gea en fyrri samningur hans átti að renna út næsta sumar.

Eftir mjög langar samningaviðræður hefur De Gea nú krotað undir nýjan samning en hann verður einn launahæsti leikmaðurinn í ensku úrvaldseildinni.

„Núna þegar framtíð mín er ljós þá vil ég hjálpa þessu liði að afreka það sem ég tel að það geti afrekað með því að vinna saman titla á ný," sagði De Gea.

De Gea er 28 ára gamall en hann hefur leikið 367 leiki síðan hann kom til félagsins frá Atletico Madrid árið 2011.


Athugasemdir
banner
banner
banner