Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. september 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bamford ósáttur við einkunnina sína í FIFA 22
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: Getty Images
Það er búið að opinbera einkunnir leikmanna fyrir útgáfu FIFA 22 tölvuleiksins seinna í þessum mánuði.

Við sögðum frá því á þriðjudagskvöld hvaða leikmenn væru með hæstu einkunnirnar í leiknum.

Það verður alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ósáttir með sína einkunn og þannig er það með Bamford núna.

Hann var 71 í síðasta leik en er núna 78 eftir frábært tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með fjórðu hæstu einkunnina hjá félaginu á eftir Raphinha, Kalvin Phillips og Rodrigo.

Hér að neðan má sjá svar Bamford við einkunninni á Twitter. Segir allt sem segja þarf um hans álit.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner