Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. september 2021 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Pellegrini í sögubækurnar - Fyrstur til að skora í öllum keppnum
Lorenzo Pellegrini
Lorenzo Pellegrini
Mynd: EPA
Ítalski landsliðsmaðurinn Lorenzo Pellegrini er fyrsti leikmaðurinn til að skora í öllum þremur keppnunum í Evrópu. Hann náði þeim áfanga með Roma í kvöld en hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri á CSKA Sofia.

Pellegrini hefur skorað fyrir Roma í bæði í riðlakeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar en hann skráði sig í sögubækurnar með að skora í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Hann er því fyrsti leikmaðurinn sem nær þem áfanga að skora í öllum þremur riðlakeppnunum.

Roma hefur unnið alla leiki sína undir stjórn Jose Mourinho á þessu tímabili og hefur Pellegrini notið sín vel en hann er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner