Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 16. september 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Alls 71 leikmenn fóru út í háskólaboltann í Bandaríkjunum þetta haustið
Skólastyrkir samtals upp á 5 milljarða í heildina
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Samtals 71 krakkar á vegum Soccer & Education USA hefja nú nám þetta haustið við hina ýmsu háskóla í Bandaríkjunum auk þess að iðka knattspyrnu samhliða náminu.


Aldrei hafa fleiri krakkar farið út eins og núna í haust á vegum Soccer & Education USA og þetta ár því frábær endurkoma eftir tíma heimsfaraldurs.

Soccer & Education USA er íslenskt fyrirtæki stofnað af Brynjari Benediktssyni og Jónu Kristínu Hauksdóttur í nóvember 2015. Markmið og stefna fyrirtækisins er að aðstoða ungt og efnilegt knattspyrnufólk að komast út til Bandaríkjanna og fá skólastyrk hjá háskólum þar í landi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa yfir 400 krakkar farið út í gegnum Soccer & Education USA og hlotið samtals um fimm milljarða skólastyrki í hinum ýmsu háskólum.

Af þeim 71 krökkum í heildina sem héldu út núna í haust eru 39 strákar og 32 stelpur. Þessir krakkar spila á mismunandi getustigi hér heima og eiga sinn ólíka feril að baki til þessa. Krakkarnir eru ýmist leikmenn í 2. flokki eða meistaraflokki sinna félaga og spila með liðum í öllum deildum landsins, allt frá Bestu deild niður í 4. deild. Einnig eru krakkar sem eiga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og margir verið í æfingahópi yngri landsliða. Soccer & Education USA aðstoðar einnig leikmenn í körfubolta,golfi, frjálsum og sundi.

Meirihluti þeirra 71 krakka sem héldu út núna í haust spila í NCAA deild háskólaboltans úti eða 54 talsins. Einnig eru 14 krakkar sem spila í NAIA deild háskólaboltans og 2 í JUCO deild háskólaboltans. Vinsælustu áfangastaðirnir hjá íslensku krökkunum eru fylkin Kalifornía (e. California), Alabama, , Flórída (e. Florida), Norður Karólína (e. North Carolina) og Suður Karólína (e. South Carolina)


Athugasemdir
banner
banner
banner