Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   lau 16. september 2023 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Jón Þór: Þeir þurfa að reka mig strax ef þeir ætla að gera það!
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson er Lengjudeildarmeistari með ÍA
Jón Þór Hauksson er Lengjudeildarmeistari með ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildameistaraliðs ÍA, getur leyft sér að fagna í kvöld en lið hans mun spila í Bestu deildinni á næsta tímabili, aðeins ári eftir að hafa fallið úr henni.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Skagamenn voru að elta meira og minna í allt sumar en í lokaumferðunum tókst liðinu að komast á toppinn og var dæmið klárað í dag með góðum sigri á Gróttu.

Aðstæðurnar voru ekki frábærar í byrjun sumars en trúin var alltaf til staðar.

„Það er hárrétt. Auðvitað voru aðstæður til að spila fótbolta ekki góðar en völlurinn var frábær. Það gerði það sem var hægt að gera og mér fannst við taka yfirhöndina frá upphafi og gerum það virkilega vel og eigum margar fínar sóknir í seinni hálfleiknum. Oft er betra að spila á móti vindi við svona aðstæður en heilt yfir fannst mér við gera þetta vel. Tímabilið byrjaði svona og endaði svona en munurinn er að völlurinn var frábær í dag.“

„Við höfum gert það mjög vel í undanförnum leikjum. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við komumst 2-0 yfir tiltölulega snemma og sumarið hefur hjálpað okkur. Við höfum verið að gera það virkilega vel og einbeitt okkur að réttum hlutum, erum með frábæra leiðtoga og karakter í bland við efnilega og unga leikmenn sem hafa stigið upp seinni hlutann og það hefur allt smollið.“

„Trúin var til staðar og félagið steig upp og gert vel í því á þeirri stundu sem pressan var sem mest var þessi trú innan hópsins sem róaði okkur hina í að frammistaðan var batnandi. Íslandsmótið byrjaði við mjög erfiðar aðstæður, bæði í veðri og á vellirnir voru hræðilegir. Ekki síst Akranesvöllur en það er kannski bara þróunin í íslenskum fótbolta. Við sáum alla grasvelli í apríl og maí, bara hræðilegir, og síðustu tvö eða þrjú ár er breytingin að vellirnir fá ekki hvíld í október til að gróa eins og áður fyrr og þess vegna taka þeir seinna við sér á vorin og það var erfitt. Við erum með karaktera og leiðtoga í þessu liði sem héldu áfram að keyra skútuna í rétta átt og félagið tók á þeim tíma góð og öflug skref.“

„Trúin var allan tímann til staðar og við töluðum um það nánast í allt sumar að við myndum fá tækifæri til þess og síðan var það í okkar höndum að fara í Mosfellsbæinn og stimpla þar svolítið og sýna öðrum liðum að Afturelding væri ekki ósigrað lið. Þetta snerist líka um að halda áfram og strákarnir gerðu það mjög vel,“
sagði Jón Þór við Fótbolta.net.

Jón Þór verður væntanlega áfram hjá ÍA en hann mun hefja undirbúning á nýju tímabili strax eftir helgi.

„Ég geri ekki ráð fyrir því. Ég mun hefja vinnu strax eftir helgina að undirbúa næsta tímabil þannig þeir þurfa að reka mig strax ef þeir ætla að gera það,“ sagði Jón Þór, sem vonast til að byggja ofan á þennan árangur.

„Það er planið. Við þurfum að byggja á þessum árangri okkar í sumar og höfum gert það á gríðarlega öflugri liðsheild og það er þannig þegar lið fellur um deild eins og við gerðum síðasta sumar þá er ákveðin uppbygging framundan og það tókst frábærlega til að byggja upp nýtt lið og þurfum að halda áfram að byggja ofan á það,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner