Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 16. september 2024 23:14
Sölvi Haraldsson
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta virkilega góð frammistaða, við vorum miskunarlausir og gáfum Fylkismönnum engan frið í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og herjuðum vel á þá.“

„Í seinni hálfleik var það ekki okkar að sækja meira en við refsuðum þeim þegar þeir fóru að opna sig þegar leið á.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir 6-0 sigur á Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Arnar talar um að hungrið í hópnum hafi veirð til staðar fyrir leik og hrósar liðinu mjög vel.

Það var hungur í hópnum fyrir leikinn. Maður finnur það stundum fyrir leiki. Síðan er þessi gulrót fyrir alla í liðinu sem er bikarúrslitaleikurinn. Okkur hefur gengið vel í sumar og undanfarin ár að viðhalda þessu hungri. Menn vita afleiðingarnar ef að þeir eru ekki að spila vel. Ég fann góða stemningu í hópnum sem skilaði sér inn á vellinum.

Niko Hansen fór af velli í hálfleik meiddur.

Hann var ekki tæpur fyrir leik en kannski eru undirlagsbreytingarnar á milli leikja, á tveggja til þriggja daga fresti. Hann fann aðeins til í lærinu en verður vonandi klár í bikarúrslitaleikinn.

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en vegna tæknilega örðugleika er ekki hægt að sjá allt viðtalið sem var tekið upp eftir leik.


Athugasemdir