„Mér fannst þetta virkilega góð frammistaða, við vorum miskunarlausir og gáfum Fylkismönnum engan frið í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og herjuðum vel á þá.“
„Í seinni hálfleik var það ekki okkar að sækja meira en við refsuðum þeim þegar þeir fóru að opna sig þegar leið á.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir 6-0 sigur á Fylki í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 6 Víkingur R.
Arnar talar um að hungrið í hópnum hafi veirð til staðar fyrir leik og hrósar liðinu mjög vel.
„Það var hungur í hópnum fyrir leikinn. Maður finnur það stundum fyrir leiki. Síðan er þessi gulrót fyrir alla í liðinu sem er bikarúrslitaleikurinn. Okkur hefur gengið vel í sumar og undanfarin ár að viðhalda þessu hungri. Menn vita afleiðingarnar ef að þeir eru ekki að spila vel. Ég fann góða stemningu í hópnum sem skilaði sér inn á vellinum.“
Niko Hansen fór af velli í hálfleik meiddur.
„Hann var ekki tæpur fyrir leik en kannski eru undirlagsbreytingarnar á milli leikja, á tveggja til þriggja daga fresti. Hann fann aðeins til í lærinu en verður vonandi klár í bikarúrslitaleikinn.“
Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en vegna tæknilega örðugleika er ekki hægt að sjá allt viðtalið sem var tekið upp eftir leik.