Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
banner
   mán 16. september 2024 23:14
Sölvi Haraldsson
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta virkilega góð frammistaða, við vorum miskunarlausir og gáfum Fylkismönnum engan frið í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og herjuðum vel á þá.“

„Í seinni hálfleik var það ekki okkar að sækja meira en við refsuðum þeim þegar þeir fóru að opna sig þegar leið á.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir 6-0 sigur á Fylki í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Arnar talar um að hungrið í hópnum hafi veirð til staðar fyrir leik og hrósar liðinu mjög vel.

Það var hungur í hópnum fyrir leikinn. Maður finnur það stundum fyrir leiki. Síðan er þessi gulrót fyrir alla í liðinu sem er bikarúrslitaleikurinn. Okkur hefur gengið vel í sumar og undanfarin ár að viðhalda þessu hungri. Menn vita afleiðingarnar ef að þeir eru ekki að spila vel. Ég fann góða stemningu í hópnum sem skilaði sér inn á vellinum.

Niko Hansen fór af velli í hálfleik meiddur.

Hann var ekki tæpur fyrir leik en kannski eru undirlagsbreytingarnar á milli leikja, á tveggja til þriggja daga fresti. Hann fann aðeins til í lærinu en verður vonandi klár í bikarúrslitaleikinn.

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en vegna tæknilega örðugleika er ekki hægt að sjá allt viðtalið sem var tekið upp eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner