Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Birkir Már fagnar marki gegn Belgum.
Birkir Már fagnar marki gegn Belgum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mane skorar þrennu samkvæmt spá Birkis.
Mane skorar þrennu samkvæmt spá Birkis.
Mynd: Getty Images
Birkir spáir sínum mönnum í Leeds öruggum sigri.
Birkir spáir sínum mönnum í Leeds öruggum sigri.
Mynd: Getty Images
Boltinn byrjar að rúlla aftur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Logi Bergmann Eiðsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð.

Birkir Már Sævarsson var á skotskónum gegn Belgum í Þjóðadeildinni í vikunni en hann spáir í leikina að þessu sinni.

Áhugaverðir leikir eru framundan en þar má meðal annars nefna grannaslag Everton og Liverpool sem og stórleik Manchester City og Arsenal.



Everton 3 - 3 Liverpool (11:30 á morgun)
Everton eru búnir að vera sjóðheitir en Liverpool þurfa að svara fyrir slaka frammistöðu síðast. Þetta verður alvöru derby leikur með fullt af mörkum og látum. Gylfi setur að sjálfsögðu eitt og Calvert-Lewin heldur áfram að raða inn og skorar tvö. Mané skorar svo þrennu.

Chelsea 3 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta verður frekar léttur dagur á skrifstofunni fyrir Chelsea. Skora snemma og sigla þessu í rólegheitum heim. Ætli Werner sýni ekki loksins hvað hann getur og setur allavega tvö.

Manchester City 1 - 2 Arsenal (16:30 á morgun)
City eru ennþá að jafna sig eftir að hafa lent undir Bielsa lestinni og sloppið með jafntefli á Elland Road. Ná sér aldrei á strik í þessum leik og tapa.

Newcastle 0 - 2 Manchester United (19:00 á morgun)
Ég held að Man Utd menn rifi sig loksins í gang og vinni þrátt fyrir mikla og góða mótspyrnu frá norðanmönnum. Skora bæði mörkin seint, mögulega í uppbótartíma. Lindelöf og Bruno skora.

Sheffield United 0 - 0 Fulham (11:00 á sunnudag)
Þetta verður hræðilegur leikur sem enginn ætti að eyða tíma i að horfa á nema stuðningsmenn liðanna sem eru vonandi ekki margir.

Crystal Palace 2 - 1 Brighton (13:00 á sunnudag)
Alvöru enskt miðdeildarmoð. Tæklingar, stimpingar og alvöru iðnaður.

Tottenham 5 - 3 West Ham (15:30 á sunnudag)
Skemmtilegasti leikur umferðinnar. Það verður enginn að hugsa um varnarleik og Son og Kane leika sér í 90 mín að varnarmönnum West Ham. Tottenham vörnin á svo eftir að gefa 3 mörk á silfurfati og mig grunar að Sanchez verði ekki á sínum besta degi.

Leicester 3 - 0 Aston Villa (18:15 á sunnudag)
Villa menn koma kokhraustir eftir frábæran leik í síðustu umferð en verður skellt harkalega niður á jörðina af sjóðheitum Vardy sem hleður í þrennu.

WBA 0 - 1 Burnley (16:30 á mánudag)
Næst leiðinlegasti leikur umferðarinnar. Gerist lítið þangað til Jói setur mark á 87.mín sem dugar til sigurs.

Leeds 4 - 0 Wolves (19:00 á mánudag)
Úlfarnir eiga ekkert eftir að ráða við spræka Leedsara sem keyra yfir þá í 90 mín plús uppbótartíma. Ég hugsa að Rodrigo detti loksins í gírinn og skori tvö og svo skorar kóngurinn Alioski eitt áður en Klich rekur síðasta naglann í kistuna. Þægilegt mánudagskvöld á Elland Road.

Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner