Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 16. október 2021 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Atli Barkar: Eitthvað sem alla dreymir um
Atli Barkarson
Atli Barkarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson, leikmaður Víkings, var virkilega sáttur með tímabilið í heild sinni en hann fagnar tvöfalt með liðinu í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Atli kom til Víkings frá norska félaginu Fredrikstad á síðasta ári og reyndist þeim alger lykilmaður í sumar.

Hann átti stóran þátt í að liðið vann deildina og síðan bikarinn á Laugardalsvelli í dag.

„100 prósent ég held að þetta sé það sem alla dreymir á Íslandi," sagði Atli við Fótbolta.net.

Hann segir að liðið hafi alltaf haft trú og að honum hafi liðið þannig að þeir væru alltaf að fara að vinna í dag.

„Ég viðurkenni að þegar það voru þrjár umferðir eftir af deildinni þá var alltaf trú að vinna deildina en kannski ekki að vinna tvöfalt. Við erum með geðveikt lið í dag og leið alltaf í dag að við værum að fara að vinna þennan leik."

Einar Guðnason sótti Atla til Noregs og síðan þá hefur ferill hans í Víkinni farið á flug.

„Hann var að tala um að hann hefði sótt mig í Víking og hafði samband við mig fyrst og hvernig þetta hafi þróast síðan þá."

„Ég er mjög stoltur og spilaði alla leiki. Kom mér í U21 árs landsliðið og er hrikalega sáttur," sagði Atli ennfremur en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner