Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 16. október 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Smári: Ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deild
Halldór Smári í leiknum í dag.
Halldór Smári í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson hefur gengið í gegnum margt með Víkingi; hæðir og lægðir.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Í dag er hann Íslands- og bikarmeistari. „Tilfinningin er óraunveruleg. Ég var að hugsa þetta um daginn, þá var ekki langt síðan ég endaði í tíunda sæti í 1. deildinni með Víkingi. Að vera kominn hingað núna, ég veit ekki hvað skal segja."

„Ég hefði ekki sett neitt upp á móti því ef Kári og Sölvi hefðu bara byrjað þennan leik, upp á að kveðja þá og svona. Ég er búinn að standa mig fínt í sumar og bjóst alveg eins við því að byrja."

„Mér fannst leikurinn erfiður. Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir, Skaginn. Völlurinn var svo þungur og grasið eins og það er. Ég held að 3-0 gefi ekki rétta mynd af leiknum."

Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason, félagar Halldórs í vörninni, leggja núna skóna á hilluna.

„Við erum komnir með einhvern 'solid' Kana (Kyle McLagan) og mér líst mjög vel á hann. Það verður auðvitað erfitt að sjá á eftir þeim. Við sitjum saman í klefanum og svona. Það er mjög gaman að vera í kringum þá. Lífið heldur áfram," sagði Halldór.

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner