Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. nóvember 2018 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Theódór Elmar á inni stórar fjárhæðir - Útilokar ekki að spila á Íslandi næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason yfirgaf í gær herbúðir tyrkneska B-deildarfélagsins Elazigspor.

Þetta staðfestir hann á Twitter í gærkvöldi.

Ástæðan fyrir því að Elmar yfirgaf liðið er að félagið gat ekki borgað leikmönnum en klúbburinn hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun. Þar segist hann einnig hafa leitað hjálpar til FIFA við að fá sig lausan.

„Það hafa eng­ir leik­menn fengið laun á þess­ari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði fé­lagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný til­boð,“ sagði Elm­ar við mbl.is.

Talið er að Theódór eigi inni rúmlega sextán milljónir króna hjá félaginu.

„Við misst­um þrett­án leik­menn fyr­ir tíma­bilið og það kom eng­inn í staðinn, því fé­lagið var í leik­manna­skipta­banni út af van­skil­um frá því í fyrra. Á æf­ing­um hafa því verið marg­ir áhuga­menn sem kæm­ust ekki í 2. deild­ina á Íslandi. Aðstæður voru því orðnar óá­sætt­an­leg­ar."

Elmar útilokar ekki að koma til Íslands en er þó með tilboð í höndunum frá liðum í Tyrklandi.

„Ég loka eng­um dyr­um. Ég er kom­inn með 5-6 til­boð frá Tyrklandi núna og er að ræða við fé­lög­in um hversu mikið þau séu til­bú­in að borga fyr­ir fram, því ég vil ekki lenda í svona löguðu aft­ur."

„Það eru líka ein­hverj­ar þreif­ing­ar í gangi við fé­lög í Evr­ópu. Það eru þó allt aðrar fjár­hæðir í boði í Tyrklandi en maður gæti fengið ann­ars staðar í Evr­ópu, og það er eitt­hvað sem ég þarf að vega og meta."

Theódór myndi helst kjósa það að fara í KR kæmi hann heim. Hann spilaði með liðinu áður en að hann fór út í atvinnumennsku.

„Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kost­ur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner