Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skipti Spinazzola og Politano í hættu
Spinazzola á 8 leiki að baki fyrir Ítalíu. Hann hefur leikið fyrir Atalanta og Juventus í Serie A, auk Roma.
Spinazzola á 8 leiki að baki fyrir Ítalíu. Hann hefur leikið fyrir Atalanta og Juventus í Serie A, auk Roma.
Mynd: Getty Images
Roma og Inter ætluðu að skipta leikmönnum á milli sín en mögulegt er að ekkert verði úr skiptunum eftir að Leonardo Spinazzola stóðst ekki kröfur læknateymis Inter.

Bakvörðurinn fjölhæfi Spinazzola átti að fara til Inter í skiptum fyrir framherjann knáa Matteo Politano. Báðir eru þeir metnir á tæpar 30 milljónir evra og hafa sannað sig í efstu deild á Ítalíu á undanförnum árum. Þeir eru báðir 26 ára gamlir og eiga A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

Skipti Spinazzola til Inter settu félagaskipti Ashley Young til félagsins í hættu þar sem ítalski bakvörðurinn getur ekki aðeins leikið á öllum vinstri vængnum heldur einnig hægra megin.

Nú virðast skipti Young svo gott sem gengin í gegn en ólíklegt að rætist úr skiptum Spinazzola. Inter hefur enn áhuga á bakverðinum en vill breyta fyrirkomulaginu á skiptunum og fá hann lánaðan áður en félagið festir kaup á honum. Það eru stjórnendur Roma ekki sáttir með.

Spinazzola var í læknisskoðun hjá Inter og var læknateymið ekki alveg nógu sátt með frammistöðu hans. Hann hefur glímt við mikið af meiðslum
á ferlinum og óttast Inter að hann sé ekki orðinn laus við meiðslavandræðin.
Athugasemdir
banner
banner