Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2023 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppnunum í dag
Meistaradeildardrátturinn klukkan 11:00
Meistarinn sjálfur, Giorgio Marchetti, stýrir að sjálfsögðu drættinum.
Meistarinn sjálfur, Giorgio Marchetti, stýrir að sjálfsögðu drættinum.
Mynd: Getty Images
Manchester City er sigurstranglegt í Meistaradeildinni.
Manchester City er sigurstranglegt í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United er í Evrópudeildinni.
Manchester United er í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 11:00 í dag en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Fylgst verður með í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Chelsea og Manchester City eru fulltrúar Englands í keppninni en Ítalía á þrjá fulltrúa í 8-liða úrslitum.

Liðin í pottinum:
AC Milan (Ítalía)
Bayern München (Þýskaland)
Benfica (Portúgal)
Chelsea (England)
Inter (Ítalía)
Manchester City (England)
Napoli (Ítalía)
Real Madrid (Spánn)

8-liða úrslitin verða leikin 11./12. apríl og seinni leikirnir 18./19. apríl. Einnig verður dregið í undanúrslitin í dag en þau munu fara fram 9./10. og 16./17. maí. Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 10. júní í Istanbúl, Tyrklandi.

Manchester United í pottinum í Evrópudeildinni
Klukkan 12:00 verður drátturinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Arsenal féll úr leik í vítaspyrnukeppni í gær en Manchester United er í pottinum.

Liðin í pottinum:
Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Feyenoord (Holland)
Juventus (Ítalía)
Manchester United (England)
Roma (Ítalía)
Sevilla (Spánn)
Sporting Lissabon (Portúgal)
Union Saint-Gilloise (Belgía)

8-liða úrslit Evrópudeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Búdapest, Ungverjalandi, 31. maí.

West Ham í pottinum í Sambandsdeildinni
West Ham er meðal liða sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 13:00. West Ham vann síðast Evrópubikar 1965.

Liðin í pottinum:
Anderlecht (Belgía)
AZ Alkmaar (Holland)
Basel (Sviss)
Fiorentina (Ítalía)
Gent (Belgía)
Lech Poznan (Pólland)
Nice (Frakkland)
West Ham (England)

8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Prag, Tékklandi, þann 7. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner