Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 17. apríl 2021 20:55
Victor Pálsson
Championship: Norwich tapaði heima
Norwich 1 - 3 Bournemouth
1-0 Emiliano Buendia ('5 )
1-1 Sam Surridge ('50 )
1-2 Arnaut Danjuma ('57 )
1-3 Lloyd Kelly ('76 )

Norwich var búið að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir leik gegn Bournemouth á heimavelli í kvöld.

Norwich fékk þær fréttir fyrir leikinn að liðið væri komið upp í úrvalsdeildina eftir árs fjarveru.

Heimaliðið byrjaði afar vel og komst yfir með marki Emiliano Buendia á fimmtu mínútu og útlitið strax orðið bjart.

Á 17. mínútu lét Dimitris Giannoulis hins vegar reka sig af velli og Norwich manni færri þegar mikið var eftir.

Þeim gulklæddu tókst að halda út fyrri hálfleikinn en Bournemouth kom sterkt til leiks í þeim seinni og skoraði þrjú mörk.

Bournemouth vann því góðan 3-1 útisigur og fékk mikilvæg þrjú stig. Liðið er í fimmta sætinu sem er umspilssæti um laust sæti í efstu deild.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 8 5 1 37 13 +24 29
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 4 3 16 12 +4 25
4 Millwall 14 7 3 4 16 18 -2 24
5 Hull City 14 6 5 3 23 21 +2 23
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Charlton Athletic 14 5 6 3 15 11 +4 21
9 Birmingham 14 6 3 5 18 15 +3 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Leicester 14 5 5 4 16 14 +2 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 West Brom 14 5 4 5 12 14 -2 19
14 Derby County 14 4 6 4 17 18 -1 18
15 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
16 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
17 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 14 3 1 10 11 24 -13 10
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir
banner
banner