lau 17. apríl 2021 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick staðfestir að hann vill hætta með Bayern
Hansi Flick er búinn að láta stjórnarmenn Bayern München vita af því að hann vilji ekki halda áfram með liðið.

Flick greindi frá þessu opinberlega eftir 3-2 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 56 ára gamli Flick tók við Bayern af Niko Kovac á síðustu leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarmaður Kovac. Undir stjórn Flick bætti Bayern sig mikið á skömmum tíma og endaði tímabilið á því að vinna bæði þýsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Flick hefur ekki átt í góðu sambandi við Hasan Salihamidzic, yfirmann knattspyrnumála hjá Bayern, og hefur verið barátta um völdin á milli þeirra.

Flick er sagður hafa augastað á því að verða landsliðsþjálfari Þýskalands en það starf losnar í sumar þegar Joachim Löw hættir með liðið. Hann var áður fyrr aðstoðarmaður Löw.
Athugasemdir
banner
banner