Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick staðfestir að hann vill hætta með Bayern
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick er búinn að láta stjórnarmenn Bayern München vita af því að hann vilji ekki halda áfram með liðið.

Flick greindi frá þessu opinberlega eftir 3-2 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 56 ára gamli Flick tók við Bayern af Niko Kovac á síðustu leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarmaður Kovac. Undir stjórn Flick bætti Bayern sig mikið á skömmum tíma og endaði tímabilið á því að vinna bæði þýsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Flick hefur ekki átt í góðu sambandi við Hasan Salihamidzic, yfirmann knattspyrnumála hjá Bayern, og hefur verið barátta um völdin á milli þeirra.

Flick er sagður hafa augastað á því að verða landsliðsþjálfari Þýskalands en það starf losnar í sumar þegar Joachim Löw hættir með liðið. Hann var áður fyrr aðstoðarmaður Löw.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner