Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. maí 2020 14:29
Ívan Guðjón Baldursson
Wright og Shearer sammála: Bergkamp á fallegasta markið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ian Wright og Alan Shearer starfa sem knattspyrnusérfræðingar hjá BBC og hafa verið með skemmtilega spjallvarpsþætti í kórónuveirunni þar sem þeir búa til og spá í ýmsum topplistum.

Nú síðast ræddu þeir fallegustu mörk í sögu enska boltans og voru sammála um fallegasta mark sögunnar. Það skoraði Dennis Bergkamp gegn Newcastle fyrir næstum 20 árum síðan.

„Enginn hefur nokkurn tímann skorað annað svona mark og ég efast um að einhverjum öðrum leikmanni muni takast það. Þetta var nákvæmlega það sem hann ætlaði að gera. Snertingin, tæknin og skotið voru fullkomin," sagði Shearer og tók Wright, sem lék með Bergkamp í nokkur ár, undir.

„Sendingin kom fyrir aftan hann svo hann varð að leysa úr því einhvern veginn og úr varð eitt flottasta mark sem ég hef nokkurn tímann séð. Allir tóku eftir því þegar hann átti slæma snertingu á boltann á æfingum því hann var svo ótrúlega góður," sagði Wright.

Gamla markið: Bergkamp lék sér að Dabizas

Ryan Giggs er í öðru sæti á topplistanum fyrir markið sem hann skoraði gegn Arsenal í undanúrslitum FA bikarsins í apríl 1999. Staðan var 1-1 í framlengingu og lék Giggs á alla varnarlínu Arsenal áður en hann kláraði framhjá hjálparlausum David Seaman.

Gamla markið: Einleikur Ryan Giggs gegn Arsenal

Þrumufleygurinn sem Tony Yeboah skoraði fyrir Leeds gegn Liverpool er í þriðja sæti.

Gamla markið: Þrumuskot Yeboah í slána og inn

Paolo Di Canio kom einnig til greina fyrir markið sem hann skoraði gegn Wimbledon. Þá kom Matt Le Tissier til greina fyrir mark sem hann
gerði gegn Newcastle annars vegar og Blackburn hins vegar.

Gamla markið: Frábært skot Di Canio á lofti

Gamla markið: Snilld hjá Le Tissier
Athugasemdir
banner
banner
banner