Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
banner
   fim 17. júlí 2025 21:30
Haraldur Örn Haraldsson
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara frábær leikur," sagði Daníel Hafsteinsson leikmaður Víkinga eftir 8-0 sigur gegn Malisheva í forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 8 -  0 Malisheva

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og það held ég skilaði sér á endanum. Þeir gáfust náttúrulega bara upp eftir fyrri hálfleikinn, og við vorum bara vel gíraðir. Það skilaði sér," sagði Daníel.

Þessi sigur er nú stærsti sigur sem íslenskt félagslið hefur náð í Evrópukeppni.

„Sölvi kom með þennan mola í hálfleik. Ég held það hafi bara verið fínt hjá honum að henda því inn. Það er bara geggjað að spila svona leiki, þegar maður getur bara kaffært þeim í pressu. Það er bara allt jákvætt við þetta, þetta var bara geggjað," sagði Daníel.

Daníel lagði upp fyrstu tvö mörkin í leiknum og bæði á Nikolaj Hansen.

„Það er fínt að geta sett boltan inn í og hafa hann til að stanga hann. Það gerir þetta auðvelt," sagði Daníel.

Víkingar mæta Vllaznia næst, en Daníel hefur ekki lagt það á sig að kynna sér það lið svona snemma.

„Ég hef bara ekki hugmynd, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég þekki þetta lið lítið, við föum örugglega að skoða þá eftir Vals leikinn. Þeir kasta sér alveg niður Kósavóarnir og ég hef heyrt að Albanarnir gera það líka. Þannig þetta verður bara skemmtilegt," sagði Daníel.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner