Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 11:52
Ívan Guðjón Baldursson
Boulaye Dia til Lazio (Staðfest) - Fékk ekki að fara til Wolves
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio er búið að festa kaup á framherjanum öfluga Boulaye Dia sem hefur spilað lítinn fótbolta undanfarna mánuði.

Dia lenti upp á kant við stjórn Salernitana eftir að félagið hafnaði kauptilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves í fyrrasumar.

Í febrúar var hann bekkjaður hjá Salernitana og brást við með að neita að fara á völlinn þegar þjálfarinn ætlaði að skipta honum inn af bekknum.

Dia er 27 ára gamall Senegali, með 6 mörk í 28 landsleikjum, sem byrjaði dvöl sína hjá Salernitana gríðarlega vel þegar hann kom til félagsins á láni frá Villarreal sumarið 2022.

Dia skoraði þá 16 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 33 leikjum og var keyptur til Salernitana í kjölfarið, en félagið neitaði svo að selja hann áfram til Wolves.

Dia var í fýlu og skoraði aðeins 4 mörk í 18 leikjum á síðustu leiktíð, en hann hefur byrjað nýtt tímabil á því að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu í opnunarleik ítalska bikarsins gegn Spezia.

Dia fer til Lazio á tveggja ára lánssamningi með 10 milljón evru kaupskyldu sumarið 2026.

Hjá Lazio mun hann berjast við Argentínumanninn Taty Castellanos um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner