Brynjólfur Andersen Willumsson og félagar hans í Groningen unnu 2-1 sigur á Waalwijk í annarri umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Blikinn kom til Groningen frá Kristiansund á dögunum og komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Hann fékk 27 mínútur á móti NAC Breda í fyrstu umferð en spilaði aðeins fjórar mínútur í dag.
Groningen er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.
Logi Tómasson átti flotta frammistöðu í 3-2 sigri Strömsgodset á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni.
Hann fékk 7,7 í einkunn frá FotMob, en hann spilaði sem vængbakvörður.
Liðið er í 7. sæti með 23 stig þegar ellefu leikir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir