Enski varnarmaðurinn Joe Gomez var ekki í leikmannahópi Liverpool í 2-0 sigrinum á Ipswich Town í dag en hann gæti verið á förum frá félaginu á næstu dögum.
Enginn hefur verið lengur hjá Liverpool en Gomez, það er að segja af þeim leikmönnum sem eru á mála hjá félaginu í dag.
Í sumar hefur hann verið orðaður við Newcastle United og fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni, en hann virðist ekki vera í plönum Arne Slot.
Það ýtti þó undir þann orðróm þegar hann var ekki valinn í hópinn í dag, en þetta kemur Peter Crouch, fyrrum leikmanni liðsins, verulega á óvart.
„Já, svolítið verð ég að segja. Mér fannst hann vera frábær náungi til að hafa í kringum hópinn og hefur aldrei brugðist,“ sagði Crouch á TNT.
„Maður horfir á meiðslin á síðasta ári og hvernig leikmenn eins og hann þurftu að koma inn í stað þeirra sem gegna stóru hlutverki í byrjunarliðinu. Hann hefur verið til sóma hjá Liverpool, en kannski er það ákvörðun hans að fara annað,“ sagði Crouch.
Athugasemdir