Ítalska meistaraliðið Inter tapaði stigum í fyrstu umferð Seríu A á Ítalíu en liðið gerði 2-2 jafntefli við Genoa. Allir fjórir leikir dagsins enduðu jafnir.
Genoa missti á dögunum einn af bestu mönnum síðustu leiktíðar, íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, en það kom ekki að sök.
Alessandro Vogliacco kom Genoa yfir á 20. mínútu eftir klaufaleg mistök Yann Sommer í markinu.
Heimamenn fengu aukaspyrnu sem var stýrt inn í teiginn og var boltanum stangað í átt að marki. Sommer virtist halda að boltinn væri á leið yfir, en hann hafnaði í slá, datt út á Vogliacco sem potaði honum í netið.
Tíu mínútum síðar jafnaði Marcus Thuram metin fyrir gestina og kom hann síðan Inter í forystu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Tíminn var að fjara út fyrir Genoa að ná í stig en vonin var ekki alveg úti því seint í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu er Yan Bisseck handlék boltann.
Junior Messias fór á punktinn en Sommer sá við honum. Sem betur fer fyrir Messias datt boltinn aftur út í teiginn og sá hann til þess að koma boltanum í netið. Lokatölur 2-2.
Nágrannar Inter í Milan gerðu 2-2 jafntefli við Torino. Gestirnir í Torino komust yfir á sjálfsmarki Malick Thiaw eftir hálftímaleik og bætti Duvan Zapata við öðru áður en hálfleikurinn var úti.
Milan svaraði í síðari hálfleik. Alvaro Morata skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið á 89. mínútu og jafnaði Noah Okafor áður en flautað var til leiksloka.
Empoli gerði markalaust jafntefli við Monza og þá gerði Fiorentina 1-1 jafntefli við Parma. Albert Guðmundsson skrifaði undir hjá Fiorentina í gær, en hann var ekki í leikmannahópi Flórensarliðsins í dag.
Empoli 0 - 0 Monza
Genoa 2 - 2 Inter
1-0 Alessandro Vogliacco ('20 )
1-1 Marcus Thuram ('30 )
1-2 Marcus Thuram ('85 )
2-2 Junior Messias ('90 )
2-2 Junior Messias ('90 , Misnotað víti)
Milan 2 - 2 Torino
0-1 Malick Thiaw ('30 , sjálfsmark)
0-2 Duvan Zapata ('68 )
1-2 Alvaro Morata ('89 )
2-2 Noah Okafor ('90 )
Parma 1 - 1 Fiorentina
1-0 Dennis Man ('22 )
1-1 Cristiano Biraghi ('75 )
Rautt spjald: Marin Pongracic, Fiorentina ('83)
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Napoli | 6 | 5 | 0 | 1 | 12 | 6 | +6 | 15 |
2 | Roma | 6 | 5 | 0 | 1 | 7 | 2 | +5 | 15 |
3 | Milan | 6 | 4 | 1 | 1 | 9 | 3 | +6 | 13 |
4 | Inter | 6 | 4 | 0 | 2 | 17 | 8 | +9 | 12 |
5 | Juventus | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 | 5 | +4 | 12 |
6 | Atalanta | 6 | 2 | 4 | 0 | 11 | 5 | +6 | 10 |
7 | Bologna | 6 | 3 | 1 | 2 | 9 | 5 | +4 | 10 |
8 | Como | 6 | 2 | 3 | 1 | 7 | 5 | +2 | 9 |
9 | Sassuolo | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 | 8 | 0 | 9 |
10 | Cremonese | 6 | 2 | 3 | 1 | 7 | 8 | -1 | 9 |
11 | Cagliari | 6 | 2 | 2 | 2 | 6 | 6 | 0 | 8 |
12 | Udinese | 6 | 2 | 2 | 2 | 6 | 9 | -3 | 8 |
13 | Lazio | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 | 7 | +3 | 7 |
14 | Parma | 6 | 1 | 2 | 3 | 3 | 7 | -4 | 5 |
15 | Lecce | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
16 | Torino | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 13 | -8 | 5 |
17 | Fiorentina | 6 | 0 | 3 | 3 | 4 | 8 | -4 | 3 |
18 | Verona | 6 | 0 | 3 | 3 | 2 | 9 | -7 | 3 |
19 | Genoa | 6 | 0 | 2 | 4 | 3 | 9 | -6 | 2 |
20 | Pisa | 6 | 0 | 2 | 4 | 3 | 10 | -7 | 2 |
Athugasemdir