

Grótta 1 - 0 FHL
1-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving (')
1-0 Lovísa Davíðsdóttir Scheving (')
Grótta tók á móti FHL í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna, en FHL var þegar búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni fyrir næstu leiktíð.
Staðan hélst markalaus í fyrri hálfleik en Lovísa Davíðsdóttir Scheving gerði eina mark leiksins eftir leikhlé.
Lovísa innsiglaði þannig frábæran sigur Gróttu, en þetta er aðeins annar tapleikur FHL á deildartímabilinu.
Grótta er áfram í öðru sæti eftir þennan sigur, með 28 stig eftir 15 umferðir - níu stigum á eftir toppliði FHL þegar þrjár umferðir eru eftir.
Grótta er þremur stigum fyrir ofan Fram í baráttunni um annað sætið sem lofar gríðarlegri spennu.
Athugasemdir