Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 17. ágúst 2024 17:31
Brynjar Ingi Erluson
Onana skoraði í fyrsta leik með Villa - Paqueta jafnaði af punktinum
Miðjumaðurinn Amadou Onana skoraði í fyrsta deildarleik sínum með Aston Villa er hann kom liðinu í 1-0 forystu gegn West Ham, en brasilíski leikmaðurinn Lucas Paqueta jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Staðan er í 1-1 í hálfleik.

Onana var keyptur til Villa frá Everton í sumar fyrir 50 milljónir punda en hann var ekki lengi að stimpla sig inn.

Hann stangaði hornspyrnu Youri Tielemans í netið á 4. mínútu leiksins, algerlega óáreittur á nærsvæðinu.

Hálftíma síðar jöfnuðu heimamenn í West Ham eftir að Matty Cash braut á Tomas Soucek í teignum. Hann náði til knattarins fyrst áður en hann hamraði Soucek niður.

Vítaspyrna dæmd og var það Paqueta sem skoraði úr spyrnunni og jafnaði leikinn.

Sjáðu markið hjá Onana

Sjáðu markið hjá Paqueta

Athugasemdir
banner