Imanol Alguacil, þjálfari Real Sociedad á Spáni, segist ákaflega stoltur af miðjumanninum Martin Zubimendi, en hann hafnaði því að ganga í raðir Liverpool á dögunum.
Liverpool var í viðræðum við Sociedad um kaup á Zubimendi og taldi sig í góðri stöðu um að landa honum, en leikmaðurinn hætti við á síðustu stundu og ákvað í staðinn að framlengja við uppeldisfélagið.
Enska félagið var reiðubúið að bjóða honum vegleg laun, töluvert hærri en þau sem hann fær hjá Sociedad en hann hafnaði því tækifæri.
Þjálfari Zubimendi segist stoltur af þessari stóru ákvörðun.
„Við verðum að vera stolt af Zubimendi. Hann sagði nei við Liverpool og það þrátt fyrir þessa svakalegu peninga sem félagið bauð honum. Fyrir mér er Real Sociedad stærsta félagið. Ég tel að Zubimendi sé á sömu skoðun og því hafi hann hafnað tilboði Liverpool,“ sagði Alguacil.
Athugasemdir