Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum og skoraði það sem reyndist sigurmarkið í flottum sigri Birmingham City á útivelli gegn Wycombe Wanderers í League One deildinni í dag.
Willum var skipt inn á 64. mínútu í stöðunni 1-1 og kom hann sínum mönnum í 1-3 forystu tæpum 20 mínútum síðar.
Lokatölur urðu 2-3 eftir að Sam Vokes minnkaði muninn fyrir heimamenn og reyndist mark Willums því sigurmark leiksins.
Willum var skipt útaf seint í uppbótartíma vegna meiðsla og kom Alfons Sampsted inn í hans stað.
Í League Two vann Grimsby flottan sigur á heimavelli en Jason Daði Svanþórsson var ekki í hóp.
Guðni Már Ómarsson var heldur ekki í hóp hjá Norrby í 1-1 jafntefli gegn Oskarshamn í þriðju efstu deild sænska boltans.
Wycombe 1 - 3 Birmingham
1-0 Krystian Bielik ('26, sjálfsmark)
1-1 Alfie May ('31)
1-2 Luke Harris ('68)
1-3 Willum Þór Willumsson ('82)
2-3 Sam Vokes ('90)
Grimsby 3 - 2 Cheltenham
Oskarshamn 1 - 1 Norrby
Athugasemdir