
„Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum. Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna." Segir í yfirlýsingu Víkings.
Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks.
„Ljósmyndari hér á vellinum hefur verið vísað af vellinum. Sjúkraþjálfari Stólanna var að labba fyrir aftan mark Stólanna þegar ljósmyndarinn byrjar að tala við hana og áreita hana. Dómarinn stoppar leikinn, hleypur í átt að honum og vísar honum í burtu. Þau áttu gott spjall eða smá rifrildi í u.þ.b. hálfa mínútu þegar hann loks fór," skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu Fótbolta.net um atvikið.
Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.
— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024
Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.