Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorvaldur Örlygs næsti landsliðsþjálfari Færeyja?
Þorvaldur er landsliðsþjálfari U19 karla.
Þorvaldur er landsliðsþjálfari U19 karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson er inn í myndinni hjá færeyska knattspyrnusambandinu í vali á næsta landsliðsþjálfara þar í landi.

Þetta sagði Hörður Magnússon í íþróttafréttum Stöðvar 2.

Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á honum, en þetta kemur fram í sömu frétt.

Þorvaldur er í dag þjálfari U19 landsliðs karla. Á þjálfaraferlinum hefur hann einnig þjálfað KA, Fram, ÍA, HK og Keflavík.

Lars Olsen mun hætta sem landsliðsþjálfari Færeyja í árslok. Hinn danski Olsen hefur stýrt Færeyingum frá því árið 2011.

Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson eru á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið í Færeyjum. Ekki er lengur möguleiki á því að Heimir taki við starfinu þar sem hann er nýtekinn við Val.

Færeyingar eru með þrjú stig eftir átta leiki í riðli sínum í undankeppni EM. Færeyjar unnu Möltu í vikunni, 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner