Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 17. október 2021 22:00
Victor Pálsson
Pogba: Eitthvað þarf að breytast
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, var ansi harðorður í gær eftir 4-2 tap liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd hefur oft spilað betur á tímabilinu en liðið fékk tvö mörk á sig undir lokin í tapinu þar sem Jamie Vardy og Patson Daka tryggðu Leicester sigur.

Pogba ræddi við BBC eftir leik og segist þar kannast við að spila svona leik með liðinu og að það sé enn ekki hægt að koma í veg fyrir klaufamörk.

Frakkinn segir að það séu vandamál innan liðsins sem þurfi að leysa en engin lausn hefur verið fundin ennþá.

„Ef við erum hreinskilin þá höfum við lent í svona leikjum í langan tíma,“ sagði Pogba í samtali við BBC.

„Við höfum ekki leyst vandamálið, við fáum á okkur heimskuleg mörk. Við þurfum að sýna meiri þroska og spila með meiri hroka á góðan hátt.“

„Við þurfum að finna lausn, eitthvað þarf að breytast.“
Athugasemdir
banner
banner
banner