Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mið 17. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon Breki: Erfið ákvörðun að taka
Það er það sem ég á eftir að sjá mest á eftir
Sólon Breki
Sólon Breki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólon spilaði sjö leiki í sumar. Hann spilaði 57 í næstefstu deild með Leikni og skoraði 28 mörk.
Sólon spilaði sjö leiki í sumar. Hann spilaði 57 í næstefstu deild með Leikni og skoraði 28 mörk.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson greindi frá því með Instagram-færslu í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna. Sólon hefur glímt við mikil meiðsli á árinu og ákvað að kalla þetta gott.

Sólon er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með uppeldisfélaginu ásamt Vestra og Leikni á sínum ferli. Hann gekk í raðir Leiknis fyrir tímabilið 2018 og raðaði inn mörkum með liðinu í næstefstu deild.

Fótbolti.net ræddi við Sólon í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Þetta er erfið ákvörðun að taka en ég hef hugsað þetta síðan um mitt sumar í ár. Ég held að þetta sé það sem sé best fyrir mig akkúrat núna. Bæði út af meiðslum og ýmsu öðru, önnur áhugamál, allskonar sem er að koma inn og spennandi verkefni sem tengjast ekki fótbolta," sagði Sólon.

Var þetta hætt að vera jafn gaman, að vera í fótbolta, og það var áður?

„Ekki í júní, júlí, ágúst og september," sagði Sólon og hló. „En undirbúningstímabilið er ekki uppáhaldið mitt, verð að viðurkenna það. Það er partur af þessu, þetta er ákvörðun sem ég tók og er sáttur við."

Voru menn að reyna sannfæra þig um að halda áfram?

„Já, auðvitað en ég fékk mikinn stuðning frá Sigga Höskulds og Hlyn (þjálfurum Leiknis) og er þakklátur fyrir það."

„Skrokkurinn á mér er fínn, ég hef reyndar ekkert látið reyna á hann síðustu tvo mánuði og það kannski sést aðeins en ég held hann sé bara í þrusu standi."


Kemur það til greina snúa aftur eftir 2-3 ár?

„Ég veit það ekki, ég er voða lítið í að útiloka eitthvað. Ég gæti alveg komið aftur í janúar en eins og staðan er núna þá er þetta bara komið gott."

Sólon segir að tímabilið 2020, þegar Leiknir fór upp úr Lengjudeildinni, sé hápunkturinn á hans ferli.

„Það gekk vel með Leikni og ég kom flott inn í þetta. Ég er búinn að vera með góða þjálfara, fengið mikið traust og spilað mikið. Síðasta tímabil var erfitt og það auðvitað spilar inn í þessa ákvörðun hjá mér. Ég er ungur og hefði mögulega getað tekið tíu ár í viðbót. Við sjáum bara hvernig þetta fer."

Þú varst fljótur að aðlagast hlutunum í Leikni, segðu aðeins frá því.

„Já, það er ekki bara mér að þakka. Það er fólkinu í kring, leikmönnum og þjálfurum, sem gerði þetta rosa auðvelt fyrir mig. Strákarnir þarna eru algjörir snillingar og það er það sem ég á eftir að sjá mest á eftir - að hitta þá ekki á hverjum degi," sagði Sólon.

Hin hliðin:
Sólon Breki Leifsson
Athugasemdir
banner
banner