Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 18. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Gattuso þarf sigur gegn Fiorentina
Það eru þrír leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Dagurinn byrjar á viðureign Lazio og Sampdoria. Lazio er búið að vinna tíu deildarleiki í röð og er í þriðja sæti, sex stigum frá toppliði Juventus og með leik til góða.

Sampdoria fór herfilega af stað en Claudio Ranieri hefur aðeins tekist að rétta úr kútnum og er liðið fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur.

Sassuolo tekur svo á móti Torino í hörkuleik áður en lærisveinar Gennaro Gattuso í Napoli fá Fiorentina í heimsókn.

Gattuso hefur farið illa af stað í starfi sínu hjá Napoli og er liðið aðeins búið að vinna einn deildarleik og tapa þremur undir hans stjórn.

Fiorentina hefur ekki átt gott tímabil en gæti verið að rétta úr sér eftir að hafa slegið Atalanta úr leik í bikarnum.

Leikir dagsins:
14:00 Lazio - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
17:00 Sassuolo - Torino (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Napoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner
banner