Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 18. janúar 2025 21:36
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Belginn stóri með sigurmark toppliðsins
Það var boðið upp á mikla skemmtun í Bergamó í kvöld þegar Atalanta tók á móti toppliði Napoli í toppbaráttuslag. Napoli vann á endanum 3-2 útisigur.

Ítalski landsliðsmaðurinn Mateo Retegui kom Atalanta yfir með þrumuskoti en Matteo Politano jafnaði með svipuðu marki.

Skotinn Scott McTominay kom Napoli svo yfir eftir sendingu Zambo Anguissa og staðan 1-2 í hálfleik. Ademola Lookman sýndi einstaklingstöfra þegar hann jafnaði þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Á 78. mínútu skoraði Belginn Romelu Lukaku frábært skallamark eftir góða fyrirgjöf Anguissa og kom toppliðinu aftur yfir. Áttunda deildarmark Lukaku á tímabilinu og það reyndist sigurmarkið.

Öflugur 3-2 sigur Napoli sem er með sex stiga forystu í ítölsku A-deildinni og vann sinn sjötta sigur í röð. Inter, sem er í öðru sæti, á hinsvegar tvo leiki til góða. Inter tekur á móti Empoli annað kvöld. Atalanta er stigi á eftir Inter.

Þar með er öllum leikjum dagsins í ítölsku A-deildinni lokið. Bologna vann botnlið Monza í fyrsta leik dagsins og aldrei þessu vant gerði Juventus ekki jafntefli heldur fagnaði sigri gegn AC Milan.

Atalanta 2 - 3 Napoli
1-0 Mateo Retegui ('16 )
1-1 Matteo Politano ('27 )
1-2 Scott McTominay ('40 )
2-2 Ademola Lookman ('55 )
2-3 Romelu Lukaku ('78 )

Bologna 3 - 1 Monza
0-1 Daniel Maldini ('4 )
1-1 Santiago Castro ('22 )
2-1 Jens Odgaard ('34 )
3-1 Riccardo Orsolini ('69 )

Juventus 2 - 0 Milan
1-0 Samuel Mbangula ('59 )
2-0 Tim Weah ('64 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner