Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   sun 18. febrúar 2024 15:27
Brynjar Ingi Erluson
Getur ekki hætt að horfa á markið hans Nunez - „Þetta er klikkun“
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, getur ekki hætt að horfa á markið sem Darwin Nunez skoraði í 4-1 sigrinum á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Nunez skoraði níunda deildarmark sitt á tímabilinu en hann kom Liverpool í 1-0.

Langur bolti kom fram völlinn og var það Diogo Jota sem stangaði hann fyrir Nunez sem slapp einn í gegn. Nunez ákvað að vippa yfir Mark Flekken í markinu, sem virtist erfiðasta leiðin til að skora úr þessari stöðu, en Nunez er oft óútreiknanlegur og tók sénsinn.

Nunez var á harðaspretti og kominn inn í teig Brentford þegar hann tók þéttingsfasta vippu yfir Flekken og í netið.

„Þessi afgreiðsla frá Darwin Nunez í gær var sturluð. Ég get ekki hætt að horfa á þetta eða reynt að útskýra hversu erfitt er að framkvæma þetta. Hann er á ferðinni, boltinn á leið frá honum og kominn inn í teig þar sem það er ekkert svigrúm fyrr mistök. Ótrúlegt. Þetta er líka frekari sönnun á því að ef hann ætlar að komast nær því að vera þessi frábæri leikmaður sem fólk telur að hann geti orðið þá verður hann að aðlagast því hvernig hann hugsar hlutina.“

„Ég meina að jafnvel íhuga þessa afgreiðslu er alger klikkun. Þetta er 1 eða 2 af hverjum 10 í besta falli. Það að læra það að leggja hann, rétt að vippa honum eða fara framhjá markverðinum er mun árangursríkari aðferð til að skora og mun auka möguleika hans upp í 4 eða 5 af 10. Það myndi auka líkurnar svona án þess að ég ætli að hrauna eitthvað yfir hann því þetta var gæðamark en ég væri frekar til í að sjá það þegar Liverpool er í 3-0 forystu en ekki í 0-0,“
sagði Owen.


Athugasemdir
banner