Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   sun 18. febrúar 2024 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sociedad klifrar yfir Betis í Evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Sociedad er komið upp í sjötta sæti spænsku deildarinnar eftir sigur í Mallorca í dag, þar sem Takefusa Kubo og Mikel Merino skoruðu mörkin eftir að heimamenn höfðu tekið forystuna snemma leiks.

Kubo jafnaði á 38. mínútu og fékk Antonio Raillo, varnarmaður Mallorca, tvö gul spjöld í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Raillo var þar með rekinn af velli og tókst tíu heimamönnum að halda stöðunni jafnri allt þar til í uppbótartíma, þegar Merino innsiglaði sigurinn.

Sociedad er ellefu stigum frá meistaradeildarsæti eftir þennan sigur og einu stigi fyrir ofan Real Betis, sem gerði markalaust jafntefli við Alavés í kvöld.

Viðureignin var þokkalega jöfn, þar sem bæði lið spiluðu góðan varnarleik og gáfu ekki mikið af færum á sér. Heimamenn í Sevilla fengu hættulegri færi en áttu að lokum aðeins tvær tilraunir sem hæfðu markrammann, gegn fjórum frá Alaves.

Að lokum gerðu Granada og Almeria 1-1 jafntefli í botnslagnum, þar sem Almeria tók forystuna í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu í þeim síðari. Almeria er enn í leit að sínum fyrsta sigri á deildartímabilinu, þar sem liðið er aðeins með 8 stig eftir 25 umferðir.

Mallorca 1 - 2 Real Sociedad
1-0 Antonio Sanchez ('4 )
1-1 Takefusa Kubo ('38 )
1-2 Mikel Merino ('93 )
Rautt spjald: Antonio Raillo, Mallorca ('45)

Granada CF 1 - 1 Almeria
0-1 Marc Pubill Pages ('9 )
1-1 Myrto Uzuni ('75 )

Betis 0 - 0 Alaves
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 24 15 6 3 52 23 +29 51
2 Barcelona 24 16 3 5 65 25 +40 51
3 Atletico Madrid 24 14 8 2 39 16 +23 50
4 Athletic 24 12 9 3 37 21 +16 45
5 Villarreal 24 11 8 5 47 35 +12 41
6 Vallecano 24 9 8 7 27 25 +2 35
7 Mallorca 24 10 4 10 23 30 -7 34
8 Osasuna 24 7 11 6 29 33 -4 32
9 Betis 24 8 8 8 30 31 -1 32
10 Sevilla 24 8 7 9 29 34 -5 31
11 Girona 24 9 4 11 32 35 -3 31
12 Real Sociedad 24 9 4 11 20 23 -3 31
13 Getafe 24 7 9 8 20 18 +2 30
14 Celta 24 8 5 11 35 38 -3 29
15 Leganes 24 5 9 10 22 35 -13 24
16 Espanyol 24 6 6 12 23 36 -13 24
17 Valencia 24 5 8 11 25 38 -13 23
18 Las Palmas 24 6 5 13 29 41 -12 23
19 Alaves 24 5 7 12 28 38 -10 22
20 Valladolid 24 4 3 17 15 52 -37 15
Athugasemdir
banner
banner