Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2023 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu aukaspyrnumark Ronaldo - Leyfði Talisca að taka mikilvægt víti
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo skoraði 56. aukaspyrnumark sitt á ferlinum í 2-1 sigri Al-Nassr á Abha í úrvalsdeildinni á Sádi-Arabíu í dag.

Síðasta aukaspyrnumark Ronaldo kom í 3-2 sigri Manchester United á Norwich í apríl á síðasta ári.

Mikill pirringur hefur verið í Ronaldo í síðustu leikjum enda hafði hann ekki skorað í þremur leikjum í röð.

Það breyttist hins vegar í dag. Hann skoraði úr aukaspyrnu á 78. mínútu og jafnaði metin gegn Abha áður en hann leyfði brasilíska sóknarmanninum Talisca að taka mikilvæga vítaspyrnu undir lokin sem tryggði sigurinn.

Al-Nassr er í öðru sæti deildarinnar með 49 stig og er Ronaldo nú kominn með níu mörk í deildinni.

Sjáðu aukaspyrnumark Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner