Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 18. apríl 2021 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Þetta er skammarlegt fyrir Liverpool
„Þetta er skammarlegt fyrir Liverpool," skrifar Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, þegar hann tjáir sig við færslu félagsins þar sem það staðfestir áform um að taka þátt í evrópskri Ofurdeild.

„Hugsið um allt fólkið sem hefur verið á undan okkur hjá þessu félagi sem fyndist þetta jafn vandræðalegt. #SuperLeague" bætti Carra við.

Tólf af stærstu liðum Evrópu ætla að taka þátt í Ofurdeildinni en sérsamböndin hafa hótað að banna þeim að taka þátt í deildunum heima fyrir.

Þá munu leikmenn í deildinni ekki fá að taka þátt í landsleikjum. Ef félög vilja snúa til baka í deildina heima fyrir munu þau þurfa að byrja í fimmtu efstu deild!


Athugasemdir