Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 18. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Hvað gerir Hákon gegn Aston Villa?
Hákon Arnar mætir Aston Villa
Hákon Arnar mætir Aston Villa
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu klárast í kvöld með fjórum leikjum en íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni með Lille gegn Aston Villa.

Villa-menn eru hátt uppi eftir að hafa unnið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liðið vann Lille, 2-1, á Villa-Park, en Hákon Arnar og félagar fá nú heimaleik til að snúa við taflinu.

Fiorentina mætir Viktoria Plzen frá Tékklandi. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og þá spilar PAOK við Club Brugge, en belgíska liðið vann fyrri leikinn 1-0.

Það er þá hörkuleikur í Tyrklandi en þar mætast stórveldin Fenerbahce og Olympiakos. Olympiakos vann fyrri leikinn 3-2 í Aþenu.

Leikir dagsins:
16:45 Fiorentina - Plzen (0-0)
16:45 Lille - Aston Villa (1-2)
19:00 Fenerbahce - Olympiakos (2-3)
19:00 PAOK - Club Brugge (0-1)
Athugasemdir
banner
banner