Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. maí 2021 00:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er bara þannig að KA getur unnið þetta mót"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA hefur farið gríðarlega vel af stað í Pepsi Max-deildinni í sumar og eru með tíu stig eftir fjóra leiki eins og þrjú önnur lið.

Eftir leiðinlegan leik í fyrstu umferð gegn HK þar sem markalaust jafntefli var niðurstaðan, þá hefur KA unnið leiki gegn KR, Leikni og Keflavík sannfærandi.

Mikael Nikulásson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, telur að KA geti orðið Íslandsmeistari. Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson eru í fantaformi.

„Það er bara þannig að KA getur unnið þetta mót, ég hef séð það í fyrstu fjórum umferðunum," sagði Mikael í hlaðvarpsþættinum The Mike Show.

Guðjón Þórðarson, sem gerði KA að Íslandsmeisturunum 1989, er hrifinn af því sem hann hefur séð hingað til.

„KA er miklu betur undirbúnir, þeir eru í miklu betra formi andlega og líkamlega, og Addi er með mikið meira jafnvægi á liðinu en í fyrra. Þessir jafnteflisleikir í fyrra byggðu ákveðinn grunn fyrir þetta tímabil. Svo þegar mennirnir komast í form, eins og Hallgrímur Mar - það er allt annað að sjá hann hvernig hann ber sig á fótboltavellinum - þessi ógn, liðin finna fyrir þessu. Þessir stráka þekkja hvorn annan og vita takmörkin sín. Þetta er ekki rosalega flott eitthvað, þetta er mjög einfalt, yfirvegað og árangursríkt," sagði Guðjón.

KA hefur náð þessum árangri þrátt fyrir að vera með langan meiðslalista. Næsti leikur liðsins er toppbaráttuslagur gegn Víkingi á föstudagskvöld.


Athugasemdir
banner
banner