Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. maí 2022 23:04
Brynjar Ingi Erluson
McBurnie neitar sök - Málið til rannsóknar hjá enska sambandinu
Oli McBurnie
Oli McBurnie
Mynd: Getty Images
Skoski framherjinn Oli McBurnie neitar því að hafa traðkað á stuðningsmanni Nottingham Forest eftir leik liðsins við Sheffield United í umspili ensku B-deildarinnar í gær.

Stuðningsmenn Forest dreifðu myndbandi eftir leik liðsins við Sheffield United þar sem það sést til McBurnie sem virðist traðka á stuðningsmanni Forest.

Forest vann Sheffield eftir vítaspyrnukeppni og tryggði sér sæti í úrslitaleik umspilsins en stuðningsmenn Forest stormuðu inn á völlinn og fögnuðu með leikmönnum.

Einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, leikmann Sheffield, þannig að hann lá kylliflatur. Lögreglan hefur síðan þá handtekið manninn en nú vilja stuðningsmenn Forest sömu meðferð á McBurnie.

Það er erfitt að dæma út frá myndbandinu hvort McBurnie sé í raun og veru að traðka á manninum en einn kom með kenningu um að hann hafi reynt að forðast það að stíga í aðra löppina, sem hefur haldið honum frá vellinum undanfarið. Því hafi það litið út eins og hann væri að traðka á stuðningsmanninum.

McBurnie svaraði þeirri kenningu með lyndistákni sem gefur í skyn að það sé rétt svar en enska sambandið rannasakar nú málið og hefur Sheffield United neitað að tjá sig.




Athugasemdir
banner
banner
banner